Fyrirspurn
"Þetta mál „1909006-Samningur-lagning á jarðstreng í borholu við Ingólfsfjall“ kemur til vegna virkjunar á tveimur kaldavatnsborholum við Ingólfsfjall.
Framkvæmdin er liður í að auka rekstraöryggi Vatnsveitu Árborgar í ört vaxandi samfélagi og því öllu samfélaginu til hagsbóta.
Verkið er framkvæmd inn á vatnsverndarsvæði Árborgar og þarf því strangar vinnureglur í kringum meðhöndlum á öllum hugsanlegum spilliefnum. Rarik er mjög meðvitað um slíkt og því veitir Vatnsveita Árborgar jákvæða umsögn um verkið að því gefnum að fullt samráð verði haft á meðan framkvæmdum stendur."
Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri.