Guðmundur Bjarni Brynjólfsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð Árborgar leggur til að efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum með því að auka viðveru sálfræðinga í grunnskólum sveitarfélagsins.
- Þrátt fyrir öfluga sálfræðinga hjá skólaþjónustu sveitarfélagsins þá er aðgengi hins almenna nemenda mjög lítið að fyrstu stigum sálfræðiþjónustu í grunnskólunum
- Það eykur traust nemenda að sálfræðingur skólans sé sýnilegur reglulega og augljóslega virkur á meðal starfsmanna skólans. Þetta eykur líka líkur á því að starfsmenn skólanna leiti til sálfræðinga sem málefni nemenda þeirra.
Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.