Tillaga UNGSÁ um að bæta tungumálakennslu tvítyngra barna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæta tungumálakennslu tvítyngra barna.
Svar

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæta tungumálkennslu tvítyngra barna.

- Leggja mikla áherslu að öll börn fái tækifæri til að læra sitt móðurmál/sitt annað tungumál.
- Gefa tækifæri á að sleppa þriðja tungumálinu sem er danska til að leggja áherslu á sitt móðurmál.
- Góð kunnátta í móðurmáli styrki læsi almennt í námi.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.