Tillaga frá UNGSÁ um að aukin áhersla verði lögð á verk - og iðnmenntun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin áhersla verð lögð á verk- og iðnmenntun.
Svar

Sindri Snær Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin áhersla verð lögð á verk og iðnmenntun.
- Á síðustu áratugum að fækkun hefur verið á nemum í iðngreinum landsins. Með því að efla verk- og iðnmenntun í grunnskólum, eykst áhugi nemenda á verk og iðngreinum og getur hjálpað þeim sem finna sig ekki í bóklegu námi.
- Brottfall drengja úr framhaldsnámi er orðið mikið vandamál. Því hefur verið haldið fram að meiri áhersla á verk- og iðnmenntun í grunnskóli vinni gegn brottfalli drengja úr námi.
- Það er mikil þörf á atvinnumarkaði fyrir ungt fólk með verk- og iðnmenntun.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.