Ísabella Rán Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð Árborgar leggur til að leiksvæði og leiktæki við grunnskólana verði efld.
- Mikil fjölgun hefur verið á nemendum við grunnskólana í sveitarfélaginu, sérstaklega hér á Selfossi. Þrátt fyrir stækkun á leiksvæðum við grunnskólana tvo á Selfossi þá hefur fjölgunin verið slík undanfarin ár að það vantar talsvert upp á að leiksvæðin anni fjölda nemendum í frímínútum.
- Leiktæki hafa ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda. Ljóst er það að elsti meðlimur ungmennaráðs man eftir að hafa leikið sér í stórum hluta þessa leiktækja sem barn við sinn grunnskóla en þessi aðili er kominn vel á þrítugsaldurinn.
- Lóðin við grunnskólann á Eyrarbakka er alls ekki boðleg við íslenskan grunnskóla á 21stu öldinni og má hreinlega halda því fram að hún sé hættuleg.
Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.