Tillaga UNGSÁ um samgöngumál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið leggi áherslu á samgöngumál á næstu misserum.
Svar

Ásrún Aldís Hreinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið leggi áherslu á samgöngumál á næstu misserum.
- Fjölga ferðum strætó innan sveitarfélagins og út í nágrannasveitarfélögin eins og Hveragerði og Þorlákshöfn. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að sækja frístundastarf í nágrannasveitarfélögin
- Leggja mikla áherslu á að gera við götur og ljótar gangstéttir en mikið er um brotna kanta á gangstéttum svo sem við Fossheiði og Engjaveg. Einnig er ljótt svæði við Krambúðina
- Leggja áherslu á að sveitarfélagið verði í fararbroddi á landsvísu varðandi bæði gangandi og hjólandi umferð. Svo sem með að leggja áherslu á að gangbrautir og hjólaleiðir séu í forgangi við snjómokstur og aðgerðir í hálkuvörnum.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.