Tillaga frá UNGSÁ um flokkunarmál og fjölgun á ruslatunnum á opnum svæðum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað á opnum svæðum í sveitarfélaginu og flokkunarmál verði tekin föstum tökum í sveitarfélaginu.
Svar

Egill Hermannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað á opnum svæðum í sveitarfélaginu og flokkunarmál verði tekin föstum tökum í sveitarfélaginu.

- Fjölga ruslatunnum á ýmsum svæðum svo sem í kringum hótelið, syndibitastaði, matvöruverslanir, veitingastaði og leiksvæðum.
- Lífrænir sorpgámar við stofnanir sveitarfélagsins og þrýsta á að fyrirtæki nýti slíka gáma/tunnur
- Héðan í frá verði keyptir flokkunarbarir á ljósastaura í sveitarfélaginu til að auðvelda flokkun.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.