Tillaga frá UNGSÁ um fleiri rafhleðslustöðvar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins.
Svar

Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins.

- Ungmennaráðið leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp í sveitarfélaginu. Byrja má með stofnunum sveitarfélagagsins svo sem grunnskólunum en þeir eru góðir staðir fyrir nýjar rafhleðslustöðvar, þar sem þeir eru meðal fjölmennustu vinnustöðum sveitarfélagins. Vegna aukningu á rafmagnsbílum hjá fólki þá þarf að bjóða uppá stæði fyrir starfsmenn og íbúa sem sækja þjónustu við skólann.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.