Tillaga frá UNGSÁ um skógræktardag í grunnskólum Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að haldinn verði skógræktardagur grunnskóla Árborgar.
Svar

Egill Hermannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að haldinn verði skógræktardagur grunnskóla Árborgar.
- Skógræktardagur í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins að vori.
- Nemendur og starfsmenn planta trjám í samstarfi við skógræktina og stefnt er á að 500.000 tré verði gróðursett á hverju ári en það kolefnisjafnar þá fjölgun sem hefur verið árlega síðustu ár hér í sveitarfélaginu.
- Haldin fræðsla um skógrægt og umhverfismál í tengslum við daginn.
- Öflug vitundarvakning fyrir samfélagið.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar og fræðslunefndar.