13.2. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019 Niðurstaða 14. fundar íþrótta- og menningarnefndar Lögð fram bókun af 27.fundi hverfisráðs Eyrarbakka sem kemur til umsagnar úr bæjarráði Árborgar. Íþrótta- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir hverfisráðsins um nafnið "Bílastíg" á götustíg sem liggur á milli húsanna Búðarstíg 6 og 8 og að Hreggviði og Skúmastöðum ásamt því að setja upp skilti við stígsendan við Búðarstíg. Nefndin leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að umræddur götustígur kallist Bílastígur og felur mannvirkja- og umhverfissviði að merkja hann þannig. 13.4. 1910076 - Ályktun frá Umf. Selfoss vegna forhönnun íþróttamiðstöðvar á Selfossvelli Niðurstaða 14. fundar íþrótta- og menningarnefndar Lögð fram ályktun frá Ungmennafélag Selfoss um að haldið verði áfram undirbúningsvinnu við íþróttamiðstöð á Selfossvelli. Félagið lýsir einnig yfir áhuga á að koma að þeirri vinnu enda muni aðstaða félagsins batna til framtíðar með uppbyggingunni. Nefndin þakkar Ungmennafélagi Selfoss fyrir erindið og lýsir yfir mikilvægi þess að gott samstarf sé áfram við alla hagsmunaaðila við hönnun íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til við bæjarráð að ráðist verði í þarfagreiningu á næstu áföngum í framtíðaruppbygginu á Selfossvelli. Samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í þarfagreining á næstu áföngum í framtíðaruppbygginu á Selfossvelli og felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.