Sameining sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 58
19. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri fer yfir svör frá sveitarfélögunum.
Svar

Bæjarráð Árborgar lýsir vonbrigðum yfir að sveitarfélög í Árnessýslu séu almennt ekki tilbúin í samtal um mál sem varða hugsanlegar sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, nú þegar jafnvel vofir yfir að sveitarfélög verði skylduð til sameininga með einhverjum hætti. Bæjarráð telur að réttara væri að ræða málin vandlega og vera sem best undirbúin undir þá framtíð sem kann að vera handan við hornið.
Bæjarráð þakkar jákvæðar undirtektir sveitarstjórnar Hrunamannahrepps og felur bæjarstjóra að hafa samband við sveitarstjóra hreppsins um frekari samræður.