Erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 4. október, en Veðurstofan hefur undanfarin ár leitt vinnu um áhættumat vegna eldgosa, þ.m.t. áhættumat vegna jökulhlaupa. Nú er komið að því að taka fyrir verkefnið. Áætlað er að verkefnið verði þrjú ár í vinnslu.
Óskað er eftir aðkomu Árborgar um 3 milljónir kr sem dreifast mun yfir þrjú ár, 2020-2022.
Svar
Bæjarráð Árborgar telur verkefnið mikilvægt en að betur þurfi að koma fram grundvöllur þess að beðið er um fjárhagslega aðkomu sveitarfélagsins. Bæjarráð óskar eftir umsögn Almannavarnanefndar Árnessýslu um erindið.