Beiðni - aukning kennslukvóta frá hausti 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 79
25. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 15. júní, þar sem óskað er eftir formlegu svari frá Sveitarfélaginu Árborg vegna erindis sem skólinn sendi 14. október 2019 um viðbótar kennslukvóta frá hausti 2020 og var tekið fyrir í bæjarráði 31. október sl. þá bókaði bæjarráð eftirfarandi: Bæjarráð vísar erindinu til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar. Við vinnslu fjárhagsáætlunar 2020 fórst fyrir að taka afstöðu til þessarar aukingar í kennslukvóta og því ekki gert ráð fyrir aukningunni á fjárhagsáætlun.
Svar

Bæjarráð hafnar aukningu vegna ársins 2020 en samþykkir að taka tillit til aukinna þarfa Tónlistarskólans við ákvörðun um kennslukvóta í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021.