Fyrirspurn
Tillaga frá 56. fundi skipulags - og byggingarnefndar frá 18. nóvember sl., liður 12. Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillaga á vinnslustigi að aðalskipulagsbreytingu var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Flóahrepp og Hestamannafélaginu Sleipni, sem einnig óskaði eftir samráði um framhaldið.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með forsvarsfólki Sleipnis. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu yrði auglýst.