Undirbúningur vegna nýrra byggingalóða "Þétting byggðar á Selfossi".
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 17
20. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 52. fundi bæjarráðs þar sem lagt er til að hafinn verði skoðun á því hvort hægt sé að skipuleggja íbúðabyggð á opnu svæði vestan Sunnulækjarskóla og á opnu svæði við Aðaltjörn og Langholt.
Kynntar voru hugmyndir um nýjar byggingarlóðir á Selfossi, annars vegar vestan við Sunnulækjaskóla og hins vegar á opnu svæði við Aðaltjörn og Langholt. Lögmönnum Suðurlands falið að vinna málið áfram og skila niðurstöðum fyrir bæjarráðsfund 5. desember nk. Samþykkt með 2 atkvæðum og fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá og tveir greiddu atkvæði á móti.