Félagsmálanefnd - 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 53
14. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
10. fundur haldinn 14. nóvember.
Svar

10.3. 1911003 - Átak um ofbeldi Niðurstaða 10. fundar félagsmálanefndar Soroptimistar óska eftir aðkomu fjölskyldusviðs vegna átaks um ofbeldi en fyrirhugað er að vera með dagskrá þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Fengnir verða aðilar til halda erindi s.s. lögregla, dómstólar og frá sveitarfélaginu. Stefnt er að súpu eða kaffi fundi á tímabilinu 25. nóv til 10. des. Soroptimistar óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir sal. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að standa straum af leigu á sal. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar. 10.6. 1910247 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins árið 2020 Niðurstaða 10. fundar félagsmálanefndar Samþykkt að veita 70.000 kr styrk til reksturs Kvennaathvarfsins fyrir rekstrarárið 2020. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að veita 70.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins fyrir rekstrarárið 2020. 10.7. 1910248 - Styrkbeiðni - Stígamót 2020 Niðurstaða 10. fundar félagsmálanefndar Samþykkt að veita styrk að upphæð 70.000 til Stígamóta fyrir árið 2020. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að veita 70.000 kr. styrk til Stígamóta fyrir rekstrarárið 2020.