Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 55
28. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Niðurstöður vinnu vegna fyrirhugaðs útboðs á akstri í sveitarfélaginu kynntar. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að klára vinnuna við útboðið á grundvelli þeirra forsendna sem kynntar eru.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fullunnin verði útboðsgögn á grundvelli framlagðra gagna, m.a. minnisblaðs VSÓ dags. 27. nóvember. Helstu atriði akstursúboðsins hafa nú verið kynnt fyrir frístunda- og menningarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd og skólastjórum grunnskólanna. Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram hafa komið á þessum fundum.
Kostnaðaráætlun verði lögð fyrir bæjarráð þegar útboðsgögn eru tilbúin.