13.4. 1911585 - Vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg Niðurstaða 2. fundar frístunda- og menningarnefndar Farið yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg og lögð fram eftirfarandi tillaga:
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að nú við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði hugað að svæði til uppbyggingar vetraríþróttahallar. Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kanna mögulegan grundvöll fyrir uppbyggingu og rekstri á slíku mannvirki.
Meðfylgjandi greinagerð lögð fram sem fylgiskjal til rökstuðnings tillögunni.
Góð umræða um málið og eru allir nefndarmenn sammála um að málið eigi heima í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins sem framundan er. Samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar