Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 16
3. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 4. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 25. október, liður 1. Kjartan Björnsson formaður nefndarinnar fór yfir tillögu frá síðasta kjörtímabili um stofnun afþreyingar- og útivistargarðar í reit sem kallast Sýslumannstúnið við Austurveg. Nefndin tók vel í erindið og vísaði tillögunni til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Mikilvægt er að halda við grænu svæði við Austurveg sem nýtist til útivistar, ekki síst fyrir eldri borgara.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða eignarhald á lóðinni með framkvæmdarstjórn Héraðsnefndar Árnesinga. Þegar niðurstöður liggja fyrir er tímabært að skoða nýtingu á lóðinni.