Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - skipurit fyrir mannvirkja- og umhverfissvið
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 58
19. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á síðasta fundi bæjarráðs voru gefnar upplýsingar um skipurit eigna- og veitusviðs. Þær upplýsingar virðast ekki í samræmi við upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem deildarstjóri er titlaður sem veitustjóri í samskiptum fyrir veiturnar út á við. Óskað er eftir skýringum á því að í raun virðist ekki unnið eftir skipuritinu.
Svar

Það skipurit sem birt er á heimasíðu Árborgar er í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 27. febrúar 2019. Þar er eingöngu greint frá sviðunum fjórum og helstu verkefnum þeirra, en ekki útlistuð skipurit einstakra sviða. Nú þegar ný heimasíða er komin í loftið er stefnt að því að ítarlegri upplýsingar verði að finna á heimasíðunni um þau skipurit sem heyra til sviðanna.
Frá samþykkt bæjarstjórnar í febrúar hafa verið gerðar breytingar á skipuriti Mannvirkja- og umhverfissviðs í þá veru að framkvæmda- og tæknideild hefur verið bætt við sem stoðdeild hinna deildanna þriggja. Sú breyting var gerð í miklu og góðu samráði við starfsfólk á sviðinu, sem hafði athugasemdir við þá útfærslu sem samþykkt var í bæjarstjórn. Breytingin hefur þegar gefið góða raun þó deildin sé enn í mótun.
Starfstitlar og heiti eru með ýmsum hætti hjá sveitarfélaginu sem dæmi er ekki talað um umhverfisdeild heldur þjónustumiðstöð og þar er talað um verkstjóra en ekki deildarstjóra. Með sama hætti þykir eðlilegt að deildarstjóri hita- og vatnsveitu kallist veitustjóri, en það hefur hinsvegar ekki verið samþykkt með formlegum hætti. Það er hins vegar ekki rétt sem kemur fram í fyrirspurn bæjarfulltrúans að ekki sé unnið eftir skipuritinu, heldur miklu frekar um formsatriði að ræða sem einfalt er að laga. Undirritaðir lýsa undrun sinni á því hvers vegna bæjarfulltrúi Gunnar Egilsson óskar ekki eftir framgreindum upplýsingum hjá bæjarstjóra, í stað þess að leggja fram formlega fyrirspurn í bæjarráði.
Eggert Valur Guðmundsson S lista
Tómas Ellert Tómasson M lista