Fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna Sólvalla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 18
11. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 56. fundi bæjarráðs frá 5. desember sl., liður 11. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja í framhaldinu fram tillögu fyrir bæjarstjórn um afgreiðslu þess.
Svar

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og fór yfir málið.

Bæjarstjóri leggur til að yfirlýsing sveitarfélagsins með samningnum verði samþykkt enda ekki um að ræða fjárskuldbindingu sveitarfélagsins.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.