Borist hafa ítarlegri gögn sam skýra m.a. skuggvarp af nýrri byggingu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að þær athugasemdir sem borist hafi, séu ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á loðinni Heiðarbrún 6-6b sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Lagður hefur verið fram uppdráttur sem sýnir áhrif skuggavarps á húsið Heiðarbrún 8, og er ekki að sjá að þar myndist skerðing vegna skuggavarps.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010, og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar einnig í samræmi við 41.gr. sömu laga.