Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - um upplýsingar vegna dæluhúss við Selfossveitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 58
19. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarfulltrúi D-lista óskar eftir að lagt verði fram svarbréfi frá Þ.G. Verk ehf ef það hefur borist vegna dæluhúss við Selfossveitur.
Svar

Á fyrsta fundi framkvæmda og veitunefndar á kjörtímabilinu 2018-2022 var tekin ákvörðun um að flýta framkvæmdum við byggingu nýs dæluhúss frá því sem áður hafði verið ákveðið. Eftirfarandi var bókað á fundi sem haldin var 28 júní 2018. Stjórnin samþykkir að bjóða út framkvæmdir við nýja dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Gert er ráð fyrir að flýta verklokum og þau verði haustið 2019 í stað 2020 eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Umtalsverðar tafir hafa orðið á framkvæmdum við dæluhús fyrir Selfossveitur og voru aðilar ekki sammála um orsakir þeirra tafa. Bréfaskipti milli aðila gefa ekki fullnægjandi mynd af þessum samskiptum, enda voru þau munnleg að stórum hluta. Nú hefur náðst sátt milli verkkaupa og verktaka um verklok og ekki eðlilegt að birta opinberlega einstök bréf úr þeim samskiptum og málamiðlunum sem leiddu til þeirrar sáttar. Gögn vegna þessa máls eru að mati undirritaðra trúnaðarmál , bæjarráðsfulltrúi hefur að sjálfsögðu fulla heimild til að kynna sér öll gögn málsins í eigin persónu enda liggja þau frammi á þessum fundi.

Eggert Valur Guðmundsson S lista
Tómas Ellert Tómasson M lista