Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingum um heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 60
23. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, þar sem óskað er eftir upplýsingum um heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda 2019 og einnig sundurliðun gatnagerðargjalda niður á einstakar lóðir.
Svar

Heildartekjur vegna gatnagerðargjalda 2019 ásamt sundurliðun gatnagerðargjalda á einstakar lóðir lagðar fram. Samanlagðar heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðagjalda árið 2019 voru kr. 578.391.940.