Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa er leið til að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni og trúnaðarstörf kjörinna fulltrúa í þeim tilgangi að auka gagnsæi og traust á störf þeirra.
Bæjarráð felur sviðsstjóra Stjórnsýslusviðs að vinna reglur og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Svf. Árborg í samræmi við það sem gerist hjá öðrum sveitarfélögum landsins þar sem slíkar skráningar hafa verið teknar upp.