Undirbúningur nýrra íbúðalóða - áfangi 2. Í desember 2019 var kynnt skýrsla varðandi þéttingu byggðar Selfossi sem ber heitið "Selfoss þéttingarreitir 1. áfangi" og unnin var af verkfræðistofu Eflu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Hér með er lagt til að skipulagsfulltrúa svf. Árborgar verði falið að greina svæði 2,3,5,12,15 og 16 í áfanga 2 ásamt skýsluhöfundi og setja saman verklýsingu fyrir hvert svæði sem hefur það að markmiði að meta heildrænt möguleikaana á að nýta svæðin undir byggð ásamt mögulegum mótvægisaðgerðum með það að leiðarljósi að ekki verði dregið úr lífsgæðum þeirra sem búa í nærumhverfi viðkomandi svæða. Á grundvelli þessara verkefnalýsinga verði gerðar verðkannanir og útfrá þeim metið hvort gengið verði til samninga um skipulagsvinnu fyrir svæðin sem kæmu til greina.