Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 28
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Afgreiðslur nefnda í tengslum við þessa viðauka:
Tillaga frá 89. fundi bæjarráðs. Erindi frá 31. fundi eigna- og veitunefndar, frá 23. september, liður 5. Nefndin samþykkti framlagt tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun á nýrri vinnsluholu við Ósabotna. Nefndin fól veitustjóra að ganga til samninga og óska eftir viðauka um tilfærslur innan fjárfestingaáætlunar 2020.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki vegna tilfærslna á fjárfestingarfé upp á kr. 60.000.000,- þegar hann lægi fyrir.
Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 1. Baðaðstaða fyrir fatlaða. Beiðni um aðstöðubreytingu við sundlaugina á Stokkseyri
Nefndin óskaði eftir því við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki fyrir framkvæmdinni svo taka megi aðstöðuna í gagnið í janúar 2021.
Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 2. Erindi um viðbyggingu og endurbætur í Vallaskóla. Farið yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna úrbóta á brunavörnum sbr. erindi frá skólastjórnendum. Nefndin samþykkti framkomnar tillögur og fól sviðsstjóra að vinna verkið í samráði við Brunavarnir Árnessýslu. Nefndin óskaði eftir viðauka við bæjarstjórn í fjárfestingaráætlun 2020 fyrir þessu brýna verkefni.
Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 8. Fjárfestingaráætlun 2020-2023
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaáætlun ársins 2020.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls.

Viðauki nr. 7 er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.