Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, las upp tillögu bæjarfulltrúa D-lista.
Tillögu bæjarfulltrúa, D-lista, má sjá meðfylgjandi viðhengi "Tillaga D-lista um úttekt (2).pdf"
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram breytingartillögu meirihluta við tillögu bæjarfulltrúa D-lista.
Breytingartillögu má sjá í meðfylgjandi viðhengi "Breytingartillaga meirihluta úttekt ráðhús v5.pdf"
Bæjarfulltrúar D-lista óskuðu eftir fundarhléi.
Fundi var framhaldið.
Kjartan Björnsson, D-lista og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar tóku til máls.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði til breytingu við breytingartillöguna. Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls.
Sameinuð lokatillaga forseta um úttekt var lögð fram og borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.