Fyrirspurn
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. febrúar þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Sambandið mun veita umsögn um frumvarpið en hvetur jafnframt sveitarstjórnir til að móta afstöðu til málsins.