Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 24
27. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 73. fundi bæjarráðs frá 7. maí sl., liður 3. Erindi frá safnstjóra Byggðasafns Árnesing, dags. 4. maí, þar sem fram kemur að safnið hafi ekki lengur not fyrir Mundakotsskemmuna á Eyrarbakka.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leitað verði eftir verðtilboðum og að Mundakotsskemma verði seld.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
Lögð var fram breytingatillaga um að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.