Leiðrétting á gjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila vegna Covid-19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 85
3. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Leiðrétting á gjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila þegar barn er í sóttkví.
Leikskólagjöld verða endurgreidd foreldrum þá daga sem barn mætir ekki í leikskóla vegna sóttkvíar/einangrunar foreldra byggt á fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Fæðisgjöld á leikskóla verða einnig endurgreidd fyrir þá daga sem barn er heima vegna þessa. Sama fyrirkomulag gildir um gjöld fyrir frístundaheimili og fæði í grunnskólum. Þetta fyrirkomulag gildir til áramóta.
Gjöld falla jafnframt niður ef skóli/frístundaheimili geta ekki veitt barni þjónustu vegna aðstæðna sem upp geta komið vegna Covid-19.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillöguna.