Fyrirspurn
Samkomubann sem lýst hefur verið yfir til 15. apríl hefur í för með sér breytingar á skólahaldi og ekki verður hægt að bjóða öllum leikskólabörnum þjónustu hvern dag.
Bæjarstjóri leggur til, á meðan ofangreint ástand varir, að leikskólagjöld verði endurgreidd foreldrum þá daga sem barn mætir ekki á leikskóla, sé það að höfðu samráði foreldra við leikskólastjóra. Með sama hætti verði fæðisgjöld endurgreidd fyrir þá daga sem börn fá ekki fæði. Sama fyrirkomulag gildi einnig vegna gjalda fyrir frístundaheimili og fæði í grunnskólum.