Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - Fjárfestingaráætlun vegna Covid-19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 69
2. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, um að farið verði vandlega yfir núgildandi fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins. Mikilvægt er að greina áhrif breytinga á gengi gjaldmiðla, möguleikum fyrirtækja til mönnunar, hugsanleg vandkvæði við að fá aðföng til landsins og annarra þátta sem fylgja eða kunna að fylgja útbreiðslu COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf. Óábyrgt væri að taka ekki stöðuna hvað þetta varðar á þessum óvissutímum. Ef sveitarfélagið á að geta brugðist við og komið til aðstoðar er mikilvægt að vita hver raunstaðan er varðandi einstök verkefni.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar telja nauðsynlegt að fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í ljósi þeirra áhrifa sem aðgerðir vegna Covid-19 munu hafa í för með sér.
Gera verður ráð fyrir að útsvarstekjur sveitarfélagsins lækki á árinu 2020 vegna lækkunar á umsvifum í atvinnulífi. Einnig má búast við auknum útgjöldum sveitarfélagsins vegna ákvarðana um aðgerðir til að koma til móts við íbúa og atvinnulíf.
Fjárfestingaáætlun Svf. Árborgar gerir ráð fyrir gríðarmiklum fjárfestingum í framkvæmdum og viðhaldi og því er ekki sömu forsendur og í öðrum sveitarfélögum til að fara í framkvæmdir umfram það sem áður var áætlað.
Þvert á móti er mikilvægt að horfa til breyttra tekjuforsendna og endurmeta fjárfestingagetuna í því ljósi. Vissulega er vilji til að halda framkvæmdum eins miklum og mögulegt er og spyrna þannig við erfiðu efnahagsástandi. Jafnframt þarf þó að gæta þess að sveitarfélagið reisi sér ekki hurðarás um öxl heldur verði áfram í sterkri stöðu til að byggja upp þróttmikið samfélag með sterkum samfélagslegum innviðum.
Bæjarfulltrúar meirihlutans fagna tillögu D-lista og að sameiginlegur skilningur sé á viðfangsefni sveitarfélagsins í núverandi ástandi.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista