5.4. 2004143 - Húsnæðisúrræði fyrir iðkendur akademía við FSu Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksfélagi Selfoss um húsnæðisúrræði fyrir nemendur sem koma í akademíur Fsu. Niðurstaða 8. fundar frístunda- og menningarnefndar Fjallað um málið og allir nefndarmenn sammála því að það sé sérstaða fyrir svæðið að hafa íþróttaakademíurnar við fjölbrautaskólann og því sé mikilvægt að í boði sé gott heimavistarúrræði við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Nefndin mun vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðmenn akademíanna og stjórnenda fjölbrautaskólans en skorar á Mennta-og menningarmálaráðuneytið að útvíkka starfssvið starfshóps sem hefur verið stofnaður og með það markmið að skoða heimavistarúrræði eingöngu á höfuðborgarsvæðinu svo það nái líka til landsbyggðarinnar. Þörfin er jafn brýn hér líkt og á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð lýsir vonbrigðum yfir að ekkert hafi gerst í húsnæðismálum heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi.
Mjög brýnt er að tryggja iðkendum við akademíur FSU í íþróttum, og jafnframt námsfólki af Suðurlandi, aðgang að húsnæði á Selfossi, ekki síst nú þegar eftirspurn eftir húsnæði í Árborg er gríðarlega mikil. Það varðar þetta námsfólk miklu að geta verið með húsnæði í nágrenni skólans og átt á sama tíma yfir styttri veg að fara til heimilis fjölskyldu sinnar.
Samtök sunnlenskra sveitarfélagahafa hafa ítrekað ályktað um málið frá árinu 2016, þegar starfrækslu heimavistar var hætt. Haustið 2019 samþykktu þau samhljóða ályktun um að nauðsynlegt væri að starfrækja heimavist við FSU. Þá hefur bæjarráð Árborgar áður lýst því að sveitarfélagið er reiðubúið til að koma að byggingu slíkrar heimavistar með ríkinu.
Bæjarráð skorar á mennta- og menningarmálaráðuneytið að vinna gagngert í málinu og í því skyni mætti hugsanlega útvíkka starfssvið starfshóps sem hefur þegar verið stofnaður um heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin á Suðurlandi er ekki síður brýn en á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt að skoða þessi mál í samhengi, því að ef ekki er til staðar lausn á Selfossi þá kann það að vera námsmönnum þrautarúrræði að sækja skóla í borginni.
Bæjarstjóra falið að koma ályktuninni á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
5.5. 2003245 - Þjónustusamningur Umf. Stokkseyrar og Árborgar 2020-2022 Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi Sveitarfélagsins Árborgar við Umf. Stokkseyri ásamt minnisblaði deildastjóra. Niðurstaða 8. fundar frístunda- og menningarnefndar Nefndin leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög að samningi verði samþykkt en leggur jafnframt til að verði lengdur úr þremur árum í fimm. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir samninginn.