Bæjarráð hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að láta endurskoða framlög til sveitarfélaga úr jöfnunarsjóði. Ljóst er af útdeilingu tekjujöfnunarframlags að verið er að deila byrðum þeirra sveitarfélaga sem harðast verða úti á önnur sveitarfélög sem flest eru einnig í erfiðleikum. Nú horfir svo við að nærri helmingurinn af þeim skelli sem Svf. Árborg verður fyrir stafar af skerðingum Jöfnunarsjóðs. Hlutverk sveitarfélaga í endurreisn samfélagsins og félagslegum úrræðum kallar á að ríkið komi að borðinu með afgerandi hætti.