Félagsmálanefnd - 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 76
28. maí, 2020
Annað
‹ 10
11
Fyrirspurn
15. fundur haldinn 25. maí.
Svar

11.6. 2002040 - Stuðningur við Styrktarfélag Klúbbsins Stróks Niðurstaða 15. fundar félagsmálanefndar Minnisblað lagt fram.

- Lagt er til að eignadeild vinni að viðhaldi á húsnæðinu út frá erindi Stróks og bent er möglega aðkomu ungmenna að verkefninu í sumar, svo sem við smíði á sólpalli.

- Lagt er til að styrkur Árborgar í formi beinna fjármuna, umfram núverandi húsnæðisstyrk, verði aukin á árinu 2021. Viðbótarframlag á bilinu 3-6 milljónir myndi gera mikið gagnvart fjölgun notenda og styrkingu á hinu faglega starfi.

- Í tengslum við aukið samstarf verði gerður samstarfssamningur til grundvallar auknum fjármunum þar sem Strókur getur þjónustað viðkvæma hópa, svo sem fólk af erlendum uppruna.
Þetta er eitt af því sem sveitarfélagið getur gert til þess að vinna gegn afleiðingum COVID-19 fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd líst vel á þessa tillögu og vísar hennar til skoðunar og frekari afgreiðslu í bæjarráði.

Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu í fjárhagsáætlunargerð árið 2021.