Bæjarstjóri hefur, ásamt forseta bæjarstjórnar, fundað með Vegagerðinni um ýmis mál sem snúa að færslu þjóðvegar nr. 1 og eru frekari viðræður fyrirhugaðar vegna þeirrar þýðingu sem færslan hefur fyrir skipulagsmál í Árborg.
Lögmenn Suðurlandi hafa haft samningamálin á sinni könnu og bæjarstjóri hefur falið þeim að árétta við Vegagerðina nauðsyn þess að samningum verði lokið. Samkvæmt upplýsingum frá LS hafa þeir verið í sambandi við Vegagerðina og hreyfing er nýlega komin á málin. Líklegt verður að teljast að Svf. Ölfus hafi gefið út framkvæmdaleyfi fyrir þeim framkvæmdum sem hafnar eru.
Samkvæmt samskiptum við lögmann Vegagerðarinnar er von á nýju tilboði vegna landsins í dag eða á morgun, eftir ítrekaðar fyrirspurnir. Síðasta erindi sem kom frá Vegagerðinni vegna málsins var í apríl 2017 og var það tilboð óásættanlegt.
Lögmenn Suðurlandi munu senda tilboð sveitarfélaginu til skoðunar um leið og það liggur fyrir.