Beiðni Grant Thornton um frekari frest til að klára úttekt á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 24
27. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Þann 28. apríl sl. var send út verðkönnun á sex aðila og óskað eftir verðtilboðum í gerð óháðrar úttektar á embættisfærslum og ferli mála er varða undirbúning, hönnun og framkvæmd á nokkrum nánar tilgreinum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og ákveðið var að ráðast í á 20. bæjarstjórnarfundi Svf. Árborgar, dags. 19. febrúar sl. Tilboð bárust frá fjórum aðilum: Haraldi Líndal, KPMG, Deloitte og Grant Thornton. Lagt er til við bæjarstjórn að ganga að lægsta tilboði sem uppfyllir hæfniskröfur verðkönnunargagna.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.
Tillaga um að ganga að tilboði Grant Thornton, uppá kr. 3.775.800 m. vsk var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.