Endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 124
9. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá fjármálastjóra, dags. 7. september, þar sem lagt var til að gerður yrði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir árið 2020 lægi fyrir. Fjármálastjóri lagði til að þetta vinnulag yrði framvegis þar sem gert er ráð fyrir þessu í áætlun hvers árs.
Svar

Bæjarráð samþykktur að gerður verði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir undanliðið ár liggja fyrir. Þetta vinnulag verði viðhaft, til samræmis við fjárhagsáætlun, þar til annað verður ákveðið.