Fyrirspurn
Sóknaráætlun Suðurlands hefur lagt til fjármagn m.a. til markaðssetningar á landshlutanum innanlands sem viðbragð við Covid19. Hluti af því verður nýttur sem grunnur inní efnissköpun fyrir það átak sem og ?Gagnvikra Ísland?, að því gefnu að fjármögnun þess takist að fullu. Þá hefur stjórn Markaðsstofunnar samþykkt að setja 3.500.000 af viðbótarfjármagni sem hún fékk nýlega inn í verkefnið. Útaf standa 3.500.000 í fyrsta fasa, sem leitað er til allra sveitarfélaganna á Suðurlandi að fjármagna. Því óskar Markaðsstofan eftir stuðningi Sveitarfélagsins Árborgar að upphæð 832.588 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. per. íbúa.