Samkomulag um íbúðabyggð í Laugardælalandi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 132
25. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Mjólkurbúi Flóamanna ehf og Auðhumlu svf. dags. 3. nóvember þar sem óskað var eftir aðilaskiptum á samningi um Árbakkalandi á Selfossi.
Svar

Bæjarráð samþykkir aðilaskiptin og að Mjólkurbú Flóamanna taki yfir öll réttindi og skyldur Auðhumlu í samningnum um Árbakkaland.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að loks sé nafn Mjólkurbús Flóamanna dregið fram í dagsljósið á nýjan leik og því haldið á lofti.