Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
Tillögurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu óska ég eftir lausn frá trúnaðarstörfum fyrir Svf Árborg á þessum fundi.
Undirritaður þakkar starfsfólki, kjörnum fulltrúum Svf Árborgar, sem nú eiga sæti í bæjarstjórn og einnig þeim sem átt hafa sæti í bæjarstjórn á undanförnum árum fyrir samstarfið.
Að auki óska ég þeim bæjarfulltrúum sem hyggjast sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum þann 14 maí n.k velfarnaðar í kosningabaráttunni sem framundan er.
Einnig óska ég Klöru Öfjörð sem nú tekur sæti í bæjarstjórn alls hins besta í þeim störfum sem fylgir því að vera bæjarfulltrúi.
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson, forseti leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarstjórnar:
Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vill ég færa Eggerti Val Guðmundssyni þakkir fyrir störf hans fyrir Sveitarfélagið Árborg og íbúa þess og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.