Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 101
21. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Eigna- og veitunefnd fól mannvirkja- og umhverfissviði að undirbúa útboð á færanlegum kennslustofum á 34. fundi nefndarinnar þann 11. nóvember síðastliðinn. Útboðið hefur farið fram og voru tilboð opnuð þann 15. janúar. Alls bárust fimm tilboð og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs leggur til að honum verði falið að semja við lægstbjóðanda í tímabundnar kennslustofur Stekkjaskóla, svo fremi viðkomandi uppfylli kröfur útboðsgagna. Málið er tekið beint á dagskrá bæjarráðs þar sem bjóðendum hefur verið heitið svörum eigi síðar en 22. janúar.
Svar

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Snorra ehf., svo fremi að félagið uppfylli kröfur útboðsgagna. Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs er falið að ljúka málinu.