Fyrirspurn
Eigna- og veitunefnd fól mannvirkja- og umhverfissviði að undirbúa útboð á færanlegum kennslustofum á 34. fundi nefndarinnar þann 11. nóvember síðastliðinn. Útboðið hefur farið fram og voru tilboð opnuð þann 15. janúar.
Alls bárust fimm tilboð og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs leggur til að honum verði falið að semja við lægstbjóðanda í tímabundnar kennslustofur Stekkjaskóla, svo fremi viðkomandi uppfylli kröfur útboðsgagna. Málið er tekið beint á dagskrá bæjarráðs þar sem bjóðendum hefur verið heitið svörum eigi síðar en 22. janúar.