Hækkun námugjalds í Þórustaðanámu - áhrif á verksamninga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 79
25. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Borgarverk, dags. 16. júní, um hækkun námugjalds í Þórustaðanámu og áhrif þess á verksamninga.
Svar

Bæjarráð telur að í minnisblaði sviðsstjóra og lögfræðings sveitarfélagsins komi fram fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að erindinu verði hafnað. Einnig er ljóst að samþykki sveitarfélagið fulla kostnaðarþátttöku í þessum aukna kostnaði sem Borgarverk gerir kröfu um mun það vera fordæmisgefandi vegna annarra verka sem eru í gangi hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð getur því ekki fallist á framlagða kröfu Borgarverks um fulla kostnaðarþáttöku vegna hækkaðs verð á jarðefni úr Þórustaðanámu. Bæjarráð lýsir sig hins vegar reiðubúið til að kanna hvort eða hvernig mögulegt er að koma til móts við Borgarverk og aðra verktaka sem hófu jarðvinnuframkvæmdir fyrir sveitarfélagið áður en hækkunin kom til. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir tölulegum upplýsingum frá mannvirkja- og umhverfissviði um öll þau jarðvinnuverkefni sem nú er í gangi á vegum sveitarfélagsins og hvaða áhrif hugsanleg kostnaðarhlutdeild hefur á lokaniðurstöðu verkefnanna ef sveitarfélagið myndi koma til móts við verktaka með kostnaðarhlutdeild vegna hækkaðs verð úr Þórustaðanámu.