Fjárhagsáætlun 2021-2024
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 94
12. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá fjármálastjóra, dags. 5. nóvember, um frest á framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Fjármálastjóri leggur til að bæjarráð samþykki að óska eftir fresti hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun 2021-2024 til 30. nóvember 2020. Einnig leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki að óska eftir fresti til að afgreiða fjárhagsáætlun til 16. desember 2020.
Svar

Bæjarráð samþykkir beiðni fjármálastjóra um að óska eftir fresti hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun 2021-2024 til 30. nóvember nk. og einnig samþykkir bæjarráð að óska eftir fresti til að afgreiða fjárhagsáætlun til 16. desember nk.