Fyrirspurn
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna að verkefnum tengdum ferðaleiðum sem eitt af verkefnum út frá Áfangastaðaáætlun Suðurlands, og áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands (Umhverfis- og þematengdar samgöngur - Ferðamannaleiðir).
Nú eru afurðir verkefnisins farnar að líta dagsins ljós. Til kynningar eru handbækur sem sveitarfélög og aðrir geta nýtt sér til viðmiðunar þegar farið er í að vinna að göngu og hjólaleiðum, hvort sem þær eru unnar af sveitarfélögunum, landeigendum eða öðrum hagsmunaaðilum.