Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 81
23. júlí, 2020
Annað
‹ 3
4
Fyrirspurn
Í fundargerð Öldungaráðs Árborgar kemur fram að húsnæði það sem hýsir dagdvölina sé orðið alltof lítið og henti illa fyrir starfssemina. Jafnframt kemur fram að Öldungaráð telji mikilvægt að fara í þarfagreiningu á stærð og húsnæðiskröfum vegna nýrrar aðstöðu fyrir starfsemina.
Svar

Bæjarráð felur stjórnendum á fjölskyldusviði að vinna þarfagreiningu fyrir nýtt húsnæði undir starfsemi Vinaminnis fyrir næsta fund bæjarráðs. Þegar sú þarfagreining liggur fyrir verður farið í að auglýsa eftir nýju húsnæði.