Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 28
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 89. fundu bæjarráðs frá 1. október sl., liður 2. 2007191 - Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni. Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hollvinafélagsins Vallholti 19 um nýtt húsnæði fyrir dagdvölina í Vinaminni. Samningurinn gerði ráð fyrir afhendingu húsnæðis 1. febrúar 2021 og kallar ekki á útgjöld á árinu 2020. Lagt var til að samningnum yrði vísað til samþykktar í bæjarstjórn. Félagar í Oddfellow hafa lýst vilja sínum til að styðja við starfsemi Vinaminnis með félagslegri aðkomu. Í fylgiskjali er þessum hugmyndum lýst nánar.
Bæjarráð vísaði endanlegum samningi til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Samningurinn er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.