Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 28
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 87. fundi bæjarráðs. Erindi af 12. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 14. september sl. liður 3. Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023. Nefndin lagði til við bæjarráð að samningurinn yrði samþykktur en kostnaður vegna hans rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks íþrótta- og frístundamála fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Samningurinn er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.