Úthlutun lóðarinnar Móstekkur 27-33 Selfossi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 51
9. september, 2020
Annað
Svar

Í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg þá ákveður Skipulags- og byggingarnefnd að við útdrátt þennan skuli draga um hverjum skuli úthlutað lóð en þá skal einnig draga út fimm aðila til vara fyrir hverja lóð. Komi til þess að sá sem dreginn er út og hlýtur lóðaúthlutun í samræmi við umsókn sína uppfylli ekki skilyrði ofannefndra reglna telst úthlutun úr gildi fallinn án tilkynningar. Mun þá þeim aðila sem dreginn er til vara verða úthlutað lóðinni að uppfylltum sömu skilyrðum. Dregið var úr gildum umsóknum.
Útdreginn umsækjandi: Fellskotshestar ehf.
Til vara 1: Þrýstingur ehf.
Til vara 2: Akurhólar ehf.
Til vara 3: Leigjandi ehf.
Til vara 4: Byggingarfélagið Landsbyggð ehf.
Til vara 5: Miðnætti ehf.
Til viðbótar almennum úthlutunarskilmálum kveður skipulagsnefnd á um að við úthlutun lóða þessara verði uppgefinn fjöldi íbúða á lóð samkvæmt skipulagsuppdrætti bindandi, þrátt fyrir ákvæði 5.4.1. í skipulagsgreinargerð.